Þjónusta í tengslum við aðlögun að nýju hverfi (stað)

LOCAL relocation býður upp á margvíslega þjónustu sem felst í aðstoð við aðlögun starfsfólks að nýjum heimkynnum. Það er mjög mikilvægt að kynna hverfi (svæði) fyrir starfsmanninum. Þjónusta af þessu tagi felur í sér að starfsmanninum gefst kostur á að einbeita sér að starfi sínu auk þess sem fjölskyldumeðlimum hans verður kleift að aðlagast íslenskum aðstæðum með skjótari hætti. Stuðningur og aðstoð af þessu tagi við starfsmann og fjölskyldu hans mun án nokkurs vafa flýta fyrir aðlögun í nýju landi og þar með draga úr streitu sem getur fylgt því að flytja í óþekktar aðstæður í nýju landi.  

Þjónusta okkar getur m.a. falist í:

  • Aðstoð við stofnun bankareiknings og skráning í lífeyrissjóð.
  • Skoðunarferð um nærumhverfi
  • Skoðunarferð um önnur svæði en nærumhverfi samkvæmt ósk starfsmanns og/eða fjölskyldumeðlimar
  • Hagnýtar upplýsingar veittar um það hverfi (svæði) sem starfsmaðurinn mun búa á
  • Aðstoð í tengslum við veitu- og nettengingar
  • Aðstoð við kaup eða leigu á bifreið
  • Skoðun leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla fyrir börn starfsmanns. Aðstoð við skráningu í skóla.
  • Leiðbeiningar í tengslum við aðgengi að læknisþjónustu, þ.m.t. heilsugæslu
  • Tryggingamál, s.s. aðstoð við kaup á ökutækja-, eigna- og persónutryggingum
  • Ökuskírteini og skráning bifreiðar
  • Almenn upplýsingagjöf um ýmislegt sem tengist því að búa og starfa á Íslandi
  • Þýðingarþjónusta