Dvalarleyfi – Atvinnuleyfi

LOCAL relocation veitir fyrirtækjum sem og einstaklingum þjónustu í tengslum við dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi.

Fyrir fyrirtæki:

LOCAL relocation aðstoðar hvort heldur sem er stór alþjóðleg fyrirtæki og minni fyrirtæki við umsóknir um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi. LOCAL relocation aðstoðar fyrirtæki við að koma erlendu starfsfólki án vandkvæða til Íslands. LOCAL relocation sérhæfir sig í að veita heildarþjónustu á þessu sviði í þeim tilgangi að aðstoða fyrirtæki við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru þegar umsóknir um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir erlent starfsfólk eru annars vegar.

Teymi okkar samanstendur af reynslumiklu fagfólki sem leggur sig fram um að skilja þarfir þess fyrirtækis sem það aðstoðar hverju sinni. Við gerum fyrirtækinu og hinu erlenda starfsfólki ítarlega grein fyrir umsóknarferlinu, s.s. varðandi þau gögn sem afla þarf til að unnt sé að leggja fram umsóknir um dvalar- og atvinnuleyfi. Við leggjum áherslu á að byggja upp traust samstarf. Við veitum heildræna en sérsniðna aðstoð og ráðgjöf með fagmennsku og skjótan árangur að leiðarljósi.

Þjónusta okkar er meðal annars eftirfarandi:

  • Undirbúningur og framlagning umsóknar um dvalar- og atvinnuleyfi hjá Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun
  • Öflun staðfestingar um heimild til að koma til Íslands, áritanir og önnur tengd atriði við flutning starfsfólks til landsins
  • Aðstoð í tengslum við áritanir
  • Ráðgjöf og aðstoð í tengslum við komu og/eða brottför frá Íslandi
  • Ráðgjöf og aðstoð í tengslum við læknisskoðanir sem ríkisborgarar tiltekinna landa þurfa að undirgangast
  • Ráðgjöf og aðstoð í tengslum við flókin mál sem þarfnast sérstakrar skoðunar og meðferðar. Þá komum við fram fyrir hönd félagsins í öllum samskiptum við Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá og aðrar opinberar stofnanir
  • Ráðgjöf og aðstoð fyrir nánustu ættingja og fjölskyldumeðlimi í tengslum við áritanir, atvinnuleyfi, námsleyfi eða skráningu í skóla og til að viðhalda réttindum

Fyrir einstaklinga:

LOCAL relocation aðstoðar einstaklinga við að uppfylla kröfur Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar. Teymi okkar mun leiðbeina þér og þinni fjölskyldu með þær kröfur sem gerðar eru til að dvalarleyfi verði veitt á Islandi. Aðstoð okkar mun gera þér kleift að skilja hlutverk þitt í umsóknarferlinu auk þess sem þér og fjölskyldu þinni verður kunnugt um hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til að þú og fjölskyldan getið flutt sem fyrst til Íslands.