Dvalarleyfi fyrir sjálfboðaliða

Erlendur ríkisborgari frá landi utan ESS og/eða EFTA, sem vill dvelja á Íslandi lengur en 3 mánuði verður að hafa gilt dvalarleyfi.

Dvalarleyfi fyrir sjálfboðaliða eru fyrir einstaklinga sem eru eldri en 18 ára, sem ætla að starfa fyrir frjáls félagasamtök sem starfa að góðgerðar- eða mannúðarmálum. Félagasamtökin skulu ekki rekin í hagnaðarskyni og skulu undanþegin skattskyldu. Almenna viðmiðið er að samtökin starfi á alþjóðavísu.