Kynning og skoðun á hverfi (stað)
Það er mikilvægt fyrir starfsmanninn að öðlast góða innsýn í það hverfi (stað) sem hann kemur til með að búa í. Við aðstoðum starfsmanninn við að fá góða tilfinningu og innsýn inn í staðhætti, svo sem hvað hverfið (staðurinn) hefur upp á að bjóða og hvar hann geti nálgast viðeigandi þjónustu. Á þann hátt er leitast við að flýta aðlögun starfsmannsins þannig að honum geti liðið vel í nýju umhverfi.