Húsnæðisleit
Sérfræðingar LOCAL relocation veita aðstoð og ráðgjöf við húsnæðisleit á Íslandi. Við getum létt starfsmanni og vinnuveitanda hans lífið með því að finna húsnæði við hæfi. Húsnæðisleitin miðar að því að uppfylla þær kröfur og óskir sem gerðar eru hverju sinni.
Þjónusta okkar getur m.a. falist í:
- Við útbúum lista þar sem við greinum þarfir starfsmannsins/fyrirtækisins sem er í húsnæðisleit
- Við kynnum fyrir starfsmanninum það hverfi (svæði) sem starfsmaðurinn vill búa í
- Aðstoð við gerð leigusamninga
- Gerð skoðunarskýrslu við upphaf leigu og myndir teknar af hinu leigða
- Aðstoð við endurnýjun leigusamnings
- Aðstoð tengd uppsögn leigusamnings og leigulokum. Við útbúum skoðunarskýrslu við leigulok og tökum myndir af hinu leigða