Erlend þjónustufyrirtæki og tímabundnar starfsmannaleigur
Erlend þjónustufyrirtæki og tímabundnar starfsmannaleigur er skylt að skrá starfsemi sína hjá Vinnumálastofnun. Jafnframt er þeim skylt að veita upplýsingar um starfsmenn sem eru starfandi á Íslandi og afhenda afrit af ráðningarsamningum þeirra.
Þá ber slíkum félögum að framfylgja íslenskri skatta- og vinnuverndarlöggjöf.
LOCAL relocation veita fyrirtækjum ráðgjöf til að uppfyllt séu skilyrði íslenskrar löggjafar sem gildir um erlend þjónustufyrirtæki og tímabundnar starfsmannaleigur. Þá aðstoðum við fyrirtæki við að sinna lögmætri tilkynningarskyldu til Vinnumálastofnunar sem og afhendingu viðeigandi gagna.