Dvalarleyfi fyrir Au-pair / vistráðning
Erlendur ríkisborgari á aldrinum 18-25 ára, sem hefur áhuga á að vinna sem au-pair á Íslandi getur sótt um dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. Vistráðning er liður í menningarskiptum. Vistráðningin er skilgreind sem tímabundin móttaka fjölskyldu í tengslum við ákveðna þjónustu sem veitt er af ungum erlendum einstaklingum sem koma til Íslands í því skyni að bæta við tungumálaþekkingu sína og jafnvel faglega menntun, sem og að útvíkka menningarlega innsýn sína með því að kynnast því landi sem þau dvelja í.
Sérfræðingar LOCAL relocation getur aðstoðað við umsóknir um dvalarleyfi fyrir au-pair, þar á meðal við öflun viðeigandi gagna og undirbúning umsóknar um dvalarleyfi í þeim tilgangi að uppfylla skilyrði íslenskra laga sem um vistráðningar gilda.