Atvinnuleyfi fyrir erlenda ríkisborgara frá löndum utan EES og EFTA
Dvalar- og atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga
Erlendur ríkisborgari getur sótt um dvalar- og atvinnuleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Sérfræðiþekkingin verður að vera mikilvæg fyrir íslenskan atvinnurekanda og fela í sér háskóla-, iðn-, list- eða tæknimenntun sem viðurkennd er hér á landi, eða, í undantekningartilvikum, að hinn erlendi ríkisborgari búi yfir langri starfsreynslu sem jafna megi við sérfræðiþekkingu.
Sérfræðingar LOCAL relocation geta aðstoðað við umsóknarferlið. Við munum leiðbeina þér í gegnum ferlið og veita ráðgjöf um nauðsynleg gögn til stuðnings umsókn.
Sjá meira um Atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga.
Dvalar- og atvinnuleyfi vegna skorts á starfsfólki
Dvalar- og atvinnuleyfi á grundvelli þess að á Íslandi sé skortur á vinnuafli er veitt þegar starfsfólk fæst ekki á íslenskum vinnumarkaði né innan Evrópska efnahagssvæðisins, í EFTA-ríkjum eða í Færeyjum.
Atvinnuleyfi veitt á þessum grundvelli er undantekning þar sem leyfi eru almennt veitt í þeim tilgangi að mæta sveiflum á íslenskum vinnumarkaði. Skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis vegna skorts á starfsfólki er að áður hafi verið leitað aðstoðar Vinnumálastofnunar við að finna starfsmann á Íslandi og innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríkja eða Færeyja.
Frekari upplýsingar um umsóknir tengdar skorti á vinnuafli.
Íþróttafólk
Dvalar- og atvinnuleyfi getur verið veitt íþróttafólki vegna starfa hjá íþróttafélagi innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Íþróttafólk verður að hafa gengið frá ráðningarsamningi við íslenskt íþróttafélag um að stunda eða þjálfa tiltekna íþrótt hjá viðkomandi félagi.
Sérfræðingar LOCAL relocation geta aðstoðað við undirbúning umsóknar um dvalar- og atvinnuleyfi á þessum grundvelli.
Sjá meira um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk.
Dvalar- og atvinnuleyfi fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli þjónustusamnings
Við sérstakar aðstæður er Vinnumálastofnun heimilt að veita tímabundið atvinnuleyfi til sérhæfðra starfsmanna á grundvelli þjónustusamnings.
Sjá meira um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli þjónustusamnings.
Atvinnuleyfi fyrir námsmenn
Í þeim tilfellum sem erlendur ríkisborgari er við nám á Íslandi má veita honum atvinnuleyfi. Meðal skilyrða fyrir atvinnuleyfi til námsmanna er að námsmaðurinn hafi gengið frá ráðningarsamningi við vinnuveitanda á Íslandi. Þá er það jafnframt skilyrði að starfshlutfallið sé ekki hærra en 40% með þeirri undantekningu þegar um námsleyfi eða verknám er að ræða. Enn fremur er þess krafist að erlendur ríkisborgari sýni fram á að hann hafi fengið dvalarleyfi á þeim grundvelli að hann sé námsmaður á Íslandi.
Atvinnuleyfi byggt á fjölskyldusameiningu
Erlendur ríkisborgari getur sótt um atvinnuleyfi á Íslandi ef aðstandandi hans er íslenskur ríkisborgari eða hefur atvinnuleyfi á Íslandi.