Langtímavegabréfsáritanir fyrir erlenda sérfræðinga í fjarvinnu
Erlendir ríkisborgarar sem stunda fjarvinnu hjá erlendum fyrirtækjum geta sótt um langtímavegabréfsáritun, sem heimilar þeim og fjölskyldum þeirra að dvelja á Íslandi í allt að sex mánuði.
Erlendir ríkisborgarar sem eru undanþegnir áritunarskyldu geta sótt um heimild til slíkrar dvalar hér á landi. Umsækjandi þarf m.a. að sýna fram á ráðningarsamband við erlent fyrirtæki, tekjur og sjúkratryggingar.
Sérfræðingar LOCAL relocation geta aðstoðað við umsóknarferlið, leiðbeint um gagnaöflun og fylgt umsókninni eftir gagnvart Útlendingastofnun. Jafnframt veitir LOCAL relocation aðstoð við húsnæðisleit, gerð leigusamninga, skráningu í skóla, kaup eða leigu á bifreið ásamt annarri nauðsynlegri þjónustu sem tengist hinum tímabundna flutningi til Íslands.
Hikið ekki við að hafa samband við sérfræðinga LOCAL relocation ef frekari upplýsinga og aðstoðar er óskað.