Önnur þjónusta
Flutningur gæludýra
LOCAL relocation getur aðstoðað þig/starfsmann þinn við að flytja gæludýr til landsins. Aðstoð okkar felst í því að skipuleggja ferðaáætlun þína og gæludýrsins, t.d. að bóka flug fyrir dýrið. Þá önnumst við samskipti við Matvælastofnun (MAST) og öflun tilskilinna leyfa fyrir innflutning gæludýrsins. Ef kröfur eru gerðar um sóttkví þá bókum við tíma í sóttkví hjá einangrunarstöð.