Leit að skóla
Íslenskt skólakerfi greinist í fjögur skólastig: leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Menntun er skylda fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Flestar menntastofnanir eru reknar af ríkinu og því eru fáir einkareknir skólar starfræktir á Íslandi.
Þegar starfsmaður flytur til Íslands og er með börn á skólaaldri, skiptir val á réttum skóla miklu máli. Val á skóla getur sannarlega haft áhrif á hvar fjölskyldan kýs að búa. Þess vegna er mikilvægt að tryggja skólapláss í tæka tíð enda mun það flýta fyrir því að starfsmaður og fjölskylda hans geti komið sér fyrir og starfsmaðurinn geti að fullu einbeitt sér að sínu nýja starfi í nýju landi.
LOCAL relocation getur aðstoðað við eftirfarandi:
- Leit að skólum í samræmi við þarfir
- Bókun í viðtöl hjá skólastjórnendum
- Aðstoð við skráningu
- Samanburður á skólum