Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar
Dvalarleyfi fyrir maka á grundvelli fjölskyldusameiningar (hjúskapur og sambúð)
Dvalarleyfi getur verið veitt til einstaklings sem ætlar að flytja til Íslands í þeim tilgangi að búa með maka sínum, hvort sem um er að ræða á grundvelli hjúskapar eða sambúðar. Skilyrði er að makinn sé íslenskur eða frá Norðurlöndunum, sé með ótímabundið dvalarleyfi eða tímabundið dvalarleyfi vegna vinnu sem sérfræðingur, sem íþróttamaður, sem foreldri, vegna alþjóðlegrar verndar, af mannúðarástæðum, vegna sérstakra tengsla við landið eða sem nemi í framhaldsnámi.
Vinsamlegast hafðu samband við sérfræðinga LOCAL relocation óskir þú eftir aðstoð.
Dvalarleyfi fyrir börn
Í skilningi laga um útlendinga er miðað við að barn sé einstaklingur sem er undir 18 ára og ekki í hjúskap.
Dvalarleyfi fyrir barn undir 18 ára getur meðal annars verið veitt ef foreldri þess býr á Íslandi og er íslenskur ríkisborgari, norrænn ríkisborgari, erlendur ríkisborgari með ótímabundið dvalarleyfi, erlendur ríkisborgari með tímabundið dvalarleyfi sem sérfræðingur, íþróttamaður/kona eða maki.
Það skilyrði er sett að viðkomandi hafi forsjá og umsjá þess barns og að barnið muni búa hjá foreldrinu á Íslandi.
Vinsamlegast hafðu samband við sérfræðinga LOCAL relocation óskir þú eftir aðstoð.
Dvalarleyfi fyrir foreldra – 67 ára og eldri
Dvalarleyfi fyrir einstaklinga sem eru 67 ára og eldri getur verið veitt ef viðkomandi á uppkomið barn hér á landi og markmiðið er að flytja til Íslands.
Vinsamlegast hafðu samband við sérfræðinga LOCAL relocation óskir þú eftir aðstoð og ráðgjöf vegna umsóknar um dvalarleyfi fyrir foreldra.
Dvalarleyfi fyrir foreldra ef barn er undir 18 ára aldri
Ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt, getur það foreldri sem fer með forsjá barns sem er undir 18 ára aldri og býr á Íslandi verið veitt dvalarleyfi á Íslandi. Skilyrði þess að veita dvalarleyfi á þeim forsendum byggir á því hvort umsækjandinn ætlar að búa með barninu eða ekki.
Vinsamlegast hafðu samband við sérfræðinga LOCAL relocation óskir þú eftir aðstoð.