Sérstök regla um skattlagningu erlendra sérfræðinga
Sérstök regla gildir um skattlagningu erlendra sérfræðinga sem koma til starfa á Íslandi. Reglan felur í sér að erlendum sérfræðingum getur verið heimilt að draga 25% tekna frá tekjum, þ.e. 75% tekna viðkomandi sérfræðings eru tekjuskattsskyldar, bæði í staðgreiðslu og við endanlega álagningu, fyrstu þrjú árin í starfi.
Umsókn um skattalækkun samhliða nauðsynlegum gögnum þarf að skila til sérstakrar nefndar eigi síðar en þremur mánuðum frá þeim degi sem starfsmaðurinn hóf störf hér á landi.
LOCAL relocation getur aðstoðað við undirbúning umsóknar.