Undanþága frá atvinnuleyfi vegna vinnu skemur en 90 daga
Undanþága frá atvinnuleyfi vegna skammtímavinnu (skemur en 90 dagar) – Tilkynningaskylda
Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga eru tilteknir hópar erlendra ríkisborgara undanþegnir því að þurfa að sækja um atvinnuleyfi á Íslandi sé um að ræða vinnu í allt að 90 daga. Það er skylda að tilkynna um slíka atvinnu til Vinnumálastofnunar áður en viðkomandi hefur störf. Með tilkynningu til Vinnumálastofnunar getur stofnunin tekið afstöðu til þess hvort viðkomandi starf fellur undir undanþáguna.
Eftirfarandi störf erlendra ríkisborgara eru undanþegin kröfu um atvinnuleyfi á Íslandi í allt að 90 daga:
- Vísindamenn, fyrirlesarar og fræðimenn
- Listamenn, að undanskildu tónlistarfólki sem ráða sig til starfa á veitingahúsum
- Íþróttaþjálfarar
- Fulltrúar í viðskiptaerindum
Undanþágan á einkum við þegar um er að ræða erlenda ríkisborgara sem koma til landsins til að kynna vöru og þjónustu. Undanþágan á jafnframt við þegar erlendir ríkisborgarar mæta á viðskiptafundi.
- Ökumenn fólksflutningsbifreiða
- Blaða- og fréttamenn erlendra miðla
- Starfsmenn, ráðgjafar og leiðbeinendur sem vinna að sérhæfðri samsetningu, uppsetningu, eftirliti eða viðgerð tækja
Sérfræðingar LOCAL relocation geta lagt mat á hvort starf teljist undanþegið kröfu um atvinnuleyfi. Jafnframt, veitum við aðstoð við að sækja um undanþáguna til Vinnumálastofnunar.